1. Forsíða
  2. Gagnlegur og fræðandi vinnufundur

Gagnlegur og fræðandi vinnufundur

Menntamálastofnun hélt vinnufund laugardaginn 25. mars vegna samræmdra könnunarprófa. Verkefnið fólst í að tengja dreifingu á samræmdu könnunarprófunum við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Þar voru prófspurningar bornar saman við hæfniviðmið aðalnámskrár til að finna skilin á milli hæfnieinkunna. 

Til aðstoðar við þá vinnu fékk stofnunin starfandi kennara og sérfræðinga á sviði menntamála til liðs við sig og voru 34 manns sem mættu. Það voru Kennarasamband Íslands, Skólastjórafélag Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag íslenskra sérkennara og aðilar á háskólastigi sem var boðið að tilnefna fulltrúa í vinnuna. Einnig tóku tólf starfsmenn Menntamálastofnunar þátt í fundinum. 

Fundurinn gekk vel og starfsfólk matssviðs Menntmálastofnunar þakkar þátttakendum fyrir ánægjulegan og gagnlegan fund og þá sérstaklega fyrir að eyða laugardegi í samráð og samvinnu við okkur.  

        

        

          

        

        

skrifað 29. MAR. 2017.