1. Forsíða
  2. Gleði og góður andi á útgáfudegi Menntamálastofnunar

Gleði og góður andi á útgáfudegi Menntamálastofnunar

Útgáfudagur Menntamálastofnunar að hausti var haldinn hátíðlegur þann 31. október. Fjölmargir áhugasamir einstaklingar úr röðum skólafólks, kennara, höfunda, myndskreyta og annarra áhugasamra einstaklinga um námsefnisútgáfu sóttu okkur heim.  

Erling R. Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs, bauð gesti velkomna og tónlistarkonan Elín Sif lék á gítar og söng frumsamin lög.

Gestir þáðu kaffiveitingar, ræddu við ritstjóra og annað starfsfólk Menntamálastofnunar og gáfu sér tíma til þess að fletta nýjum námsbókum.  

Starfsfólk miðlunarsviðs Menntamálastofnunar þakkar öllum þeim sem gerðu daginn hátíðlegan með nærveru sinni.

Útgáfudagar Menntamálastofnunar eru tveir á ári. Sá næsti verður vorið 2019.

Hér má sjá yfirlit yfir nýútkomið námsefni.

          

          

          

           

          

          

          

            

                

 

 

 

 

 

skrifað 01. NóV. 2018.