1. Forsíða
  2. Góð heimsókn frá áhugasömum nemendum

Góð heimsókn frá áhugasömum nemendum

Menntamálastofnun fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar nemendur í ritlist hjá Bókasafni Kópavogs komu í Víkurhvarfið. Tilgangur heimsóknarinnar var að sjá hvernig bók verður til. 

Gunnar Helgason, rithöfundur kom sem leynigestur og las fyrir þau upp úr nýrri bók sem hann er að gefa út. Starfsfólk Menntamálastofnunar fannst virkilega gaman að fá þessa krakka í heimsókn og rætt var um hve sérlega prúður og áhugasamur hópur þetta var. 

skrifað 21. áGú. 2017.