1. Forsíða
  2. Góð heimsókn ráðherra

Góð heimsókn ráðherra

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Menntamálastofnun í gær í tilefni af því að framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 9. bekk er lokið og gekk vel.

Ráðherra sagði það skipta máli að fagna þegar vel tekst til en ekki einblína einungis á það sem illa fer. Miklu skipti að prófin nýttust á uppbyggilegan hátt sem endurgjöf til nemenda og skóla.

Hún þakkaði starfsfólki Menntamálastofnunar fyrir vel unnin störf og lýsti ánægju sinni með gott samstarf stofnunarinnar við sveitarfélög og skóla um framkvæmdina.  

          

 

skrifað 15. MAR. 2019.