1. Forsíða
  2. Góð þátttaka í vinnustofu

Góð þátttaka í vinnustofu

Það var góð þátttaka í HLJÓM-2 vinnustofu sem Menntamálastofnun hélt þann 23. apríl en um 40 áhugasamir leikskólakennarar tóku þátt.

Farið var yfir hvernig hægt er að nýta niðurstöður úr HLJÓM-2 skimun til að efla hljóðkerfisvitund barna á leikskólaaldri. Unnið var í hópum þar sem safnað var saman hugmyndum að verkefnum til að efla hina ýmsu þætti hljóðkerfisvitundar og svo útbjuggu hóparnir einnig aðgerðaráætlun fyrir einstaklinga, deildir og leikskólann í heild.

Niðurstöður hópavinnunnar fá þátttakendur sendar þannig að afrakstur dagsins verður verkfærakista full að hugmyndum og góðum ráðum um hvernig hægt er að nýta niðurstöður HLJÓM-2 til að koma til móts við einstaklingsþarfir nemenda og byggja góðan grunn í hljóðkerfisvitund og undirstöðuþáttum læsis.

          

skrifað 25. APR. 2018.