1. Forsíða
  2. Góðar og nytsamlegar ábendingar

Góðar og nytsamlegar ábendingar

Menntamálastofnun fékk góða aðstoð frá nemendum í  9. BÞ í Foldaskóla í haust þegar þau lásu yfir handrit af Gísla sögu. Nemendurnir komu með margar góðar og nytsamlegar ábendingar sem ritstjórar bókarinnar gátu notað við gerð hennar. Bókin er nú á leið í prentun.

Sigríður Wöhler, ritstjóri hjá Menntamálastofnun, heimsótti bekkinn föstudaginn 12. maí og færði þeim viðurkenningarskjal. Með henni í för var Ragnar Ingi Aðalsteinsson, námsefnishöfundur. „Þetta er greinilega öflugur hópur. Þau eru jákvæð og dugleg og liggja svo sannarlega ekki á skoðunum sínum. Það var mjög ánægjulegt að fá þau til liðsinnis,“ sagði Sigríður.

Nemendurnir stóðu sig það vel að þau hafa verið fengin til að lesa yfir handrit af Laxdælu sem er í vinnslu hjá Menntamálastofnun. 

skrifað 12. MAí. 2017.