1. Forsíða
  2. Grænlensk þingmannanefnd heimsótti Menntamálastofnun

Grænlensk þingmannanefnd heimsótti Menntamálastofnun

Menntamálastofnun fékk góða gesti þegar þingmannanefnd frá Grænlandi heimsótti stofnunina miðvikudaginn 8. desember.

Þau Peter Olsen, nefndarformaður, Mimi Karlsen og Ineqi Kielsen óskuðu eftir að fá kynningu á Menntamálastofnun á meðan heimsókn þeirra á Íslandi stóð.

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar og sviðsstjórar kynntu starfsemi stofnunarinnar, hlutverk hennar og verkefni. Góðar umræður sköpuðust í framhaldinu um það sem líkt og ólíkt er með menntakerfum í löndunum tveimur.

skrifað 09. DES. 2016.