Menntamálastofnun fékk góða gesti þegar þingmannanefnd frá Grænlandi heimsótti stofnunina miðvikudaginn 8. desember.
Þau Peter Olsen, nefndarformaður, Mimi Karlsen og Ineqi Kielsen óskuðu eftir að fá kynningu á Menntamálastofnun á meðan heimsókn þeirra á Íslandi stóð.
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar og sviðsstjórar kynntu starfsemi stofnunarinnar, hlutverk hennar og verkefni. Góðar umræður sköpuðust í framhaldinu um það sem líkt og ólíkt er með menntakerfum í löndunum tveimur.