1. Forsíða
  2. Halló heimur 1 | Nýtt námsefni

Halló heimur 1 | Nýtt námsefni

Út er komin bókin Halló heimur 1 sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla. Bókin er sú fyrsta af fjórum og er bók númer tvö væntanleg á næsta skólaári.

Bókin skiptist í níu kafla en fjórir af þeim fjalla um efni tengt náttúrugreinum. Hinir fimm fjalla um efni sem tengist samfélagsgreinum. Sem dæmi um umfjöllunarefni má nefna árstíðir, ljós og skugga, mannslíkamann, húsdýr og gæludýr, umferðina, umhverfið okkar, trú, sjálfsmyndina og fjölskylduna. Halló heimur 1 er einnig aðgengileg sem rafbók

Verkefnabók sem fylgir námsefninu er væntanleg og verður hún bæði prentuð og rafræn.

Kennsluleiðbeiningar verða aðgengilegar í haust á vefnum. Þar eru upplýsingar um tengingu námsefnisins við m.a. hæfniviðmið og lykilhæfni aðalnámskrár, grunnþætti og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Einnig hefur verið tekinn saman fróðleikur um efni hvers kafla, áhugaverða tengla og umræðupunkta tengda efni kaflans.

skrifað 30. JúN. 2020.