1. Forsíða
  2. Halló heimur | Verkefnabók og kennsluleiðbeiningar

Halló heimur | Verkefnabók og kennsluleiðbeiningar

Út er komin verkefnabók með Halló heimur 1. Sex verkefni fylgja hverjum kafla sem tengjast orðaforða hvers kafla og þjálfa lestur, lesskilning, ritun, hlustun, orðaforðaþjálfun og orðnotkun.

Verkefnin eru m.a. sett fram sem krossgátur, orðasúpur, dulmálslyklar, hnitakerfi, orðaskuggar, spil og að merkja inn á mynd. Hverjum kafla lýkur með tilraun, athugun eða upprifjun á efni kaflans.

Kennsluleiðbeiningum er skipt upp í 9 kafla líkt og nemendabókinni og fylgja þær bókinni opnu fyrir opnu. Í kennsluleiðbeiningum eru:

  • upplýsingar um tengingu námsefnisins við hæfniviðmið og lykilhæfni aðalnámskrár, grunnþætti menntunar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
  • markmið kaflans, hugmyndir að kveikju og umræðupunktum með opnumynd kaflans
  • fróðleikur um efni hvers kafla, áhugaverða tengla og útskýringar á hugtökum kaflans
  • greinargóðar útfærslur af verkefnum sem hentugt er að vinna í tengslum við efni kaflans
  • málshættir, orðatiltæki og söngtextar sem tengjast efni kaflans
  • lýsingar á verkefnum í verkefnabók og markmið þeirra

 

skrifað 27. áGú. 2020.