1. Forsíða
  2. Hátt í tvö þúsund titlar námsefnis frá Menntamálastofnun

Hátt í tvö þúsund titlar námsefnis frá Menntamálastofnun

Miðlunarsvið Menntamálastofnunar gefur út námsefni fyrir grunnskóla og hefur stofnunin nú á boðstólum 1.861 titla námsefnis. Sumir titlanna tengjast innbyrðis en almennt er útprentað námsefni einnig gefið út sem rafbækur og þá fylgir hljóðefni oftast kjarnaefni. Enn fremur fylgja kennsluleiðbeiningar með flestu útgefnu námsefni og í sumum tilfellum svör við verkefnum eða prófabankar.

Umfangsmesti flokkur námsefnis er íslenska en þar eru í boði 703 titlar. Þar af komu 194 út á síðustu þremur árum. Sumir útgefnir titlar flokkast í fleiri en eina námsgrein en aðalnámskrá grunnskóla leggur ríka áherslu á samþættingu námsgreina. Í stærðfræði eru 287 titlar aðgengilegir hjá Menntamálastofnun, þar af hafa 89 komið út á síðustu þremur árum. Í náttúrugreinum eru í boði 249 titlar en 30 þeirra hafa komið út síðustu þrjú árin. Námsefnisúrvalið má skoða hér á námsefnisvef stofnunarinnar.

skrifað 02. DES. 2019.