1. Forsíða
  2. Hreyfispilið er nú aðgengilegt á pfd-formi

Hreyfispilið er nú aðgengilegt á pfd-formi

Þar sem margir sitja heima þessa dagana er mikilvægt að gleyma ekki að hreyfa sig. 

Hreyfispilið er skemmtilegt spil fyrir fólk á öllum aldri sem tilvalið er að nota til að brjóta upp daginn og fá smá hreyfingu í leiðinni.  

Meðal þeirra æfinga sem spilarar þurfa að gera er að hoppa froskahopp, gera planka, hoppa á öðrum fæti og tvista. 

Hreyfispilið hefur nú verið gefið út á pdf-formi og því hægt að prenta það út. 

 

skrifað 23. MAR. 2020.