1. Forsíða
  2. Hvað er líkt og hver er munurinn á norrænum menntakerfum?

Hvað er líkt og hver er munurinn á norrænum menntakerfum?

Hvernig getum við lært hvert af öðru og notað niðurstöður alþjóðlegra rannsókna til að þróa frekar menntastefnu hvers lands?

Niðurstöður PISA 2015 og TIMSS 2015 voru birtar í nóvember og desember 2016. Öll Norðurlöndin tóku þátt í PISA. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð tóku þátt í TIMSS fyrir 4. bekk og Noregur og Svíþjóð tóku þátt í TIMSS fyrir 8. bekk. Norðurlöndin eru lík en einnig er munur, sem gerir það áhugavert og dýrmætt að vinna nánari greiningar frá norrænum sjónarhóli.

Í nýjasta Northern Lights ritunu birtast ítarlegar greiningar á niðurstöðum sem kynntar voru árið 2016, unnar af fræðimönnum frá öllum Norðurlöndunum. Tilgangurinn er að kynna greiningar á TIMSS og PISA á aðgengilegan hátt fyrir stefnumótendur á Norðurlöndum, með það að markmiði að stuðla að frekari þróun í menntamálum. Þóra Björk Jónsdóttir, sérfræðingur MMS var í ritnefnd, Ragnar Ólafsson, sérfræðingur MMS og Almar Halldórsson voru meðhöfundar eins kaflans.

Ritið Northern Lights on TIMSS and PISA 2018 inniheldur sex kafla. Ritið hefst á kafla með yfirliti yfir bakgrunn rannsóknanna, þróun niðurstaðna, áhrifum rannsóknanna og þróun stefnumótunar í menntamálum Norðurlanda. Rannsóknarkaflarnir fjalla um:

  • Félagslegan ójöfnuð og árangur nemenda, samanburður á aðferðarfræðinálgun. 
  • Tengsl gæða kennslu hjá náttúrufræðikennurum á áhugahvöt og árangur nemenda í 4. og 8. bekk.
  • Áhuga norrænna nemenda og trú þeirra á eigin getu í náttúrufræði.
  • PISA, læsi og rafrænt mat.
  • Endurgjöf fyrir alla? – mismunun á upplifun nemenda af endurgjöf.
  • Mögulega skýringaþætti á betri árangri nemenda í náttúrufræði á PISA á höfuðborgarsvæðum á Íslandi og í Finlandi.  

Útgáfan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Umsjón með útgáfunni var í höndum samstarfshóps Norrænu matsnefndarinnar (Nordisk evalueringsnetværk), sem er skipuð fulltrúum frá Skolverket í Svíþjóð, Nationella centret för utbildningsutvärdering í Finnlandi, EVA og Undervisningsministeriet í Danmörku, Utdanningsdirektoratet í Noregi og Menntamálastofnun á Íslandi.

Northern Lights on TIMSS and PISA 2018 

Í tilefni af útgáfunni var haldin ráðstefna í Finnlandi 27. og 28. september. Þar kynntu kaflahöfundar niðurstöður sínar og fræðimenn frá Norðurlöndum fjölluðu um viðfangsefnið frá ýmsum hliðum.

Ráðstefnan er aðgengileg á vef:

skrifað 03. OKT. 2018.