1. Forsíða
  2. Hvatningarverðlaun dags gegn einelti 9. nóvember 2020

Hvatningarverðlaun dags gegn einelti 9. nóvember 2020

Búið er að opna fyrir tilnefningar til hvatningarverðlauna á degi gegn einelti, sjá nánar á vefslóðinni  www.heimiliogskoli.is

Þann 9. nóvember næstkomandi verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í skólum landsins en hefð er fyrir því að veita hvatningarverðlaun í tilefni dagsins til einstaklings eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. Að þessu sinni er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna en fagráð eineltismála hjá Menntamálastofnun mun fara yfir tilnefningarnar og ákveða hver hlýtur hvatningarverðlaunin að þessu sinni. Tilnefningarfrestur er til 26.október næstkomandi.

 

skrifað 24. SEP. 2020.