1. Forsíða
  2. Hver bók er ævintýraheimur

Hver bók er ævintýraheimur

Dagur læsis – Hver bók er ævintýraheimur

Í tilefni af degi bókasafnanna 7. september og degi læsis 8. september vill Menntamálstofnun minna á mikilvægi þess að lesa og að það sé lesið fyrir börn. Verum dugleg að hjálpa börnunum að velja sér lesefni sem vekur áhuga þeirra en bókasöfnin eru full af skemmtilegum bókum fyrir alla!

Lesskilningstækni og lesskilningsaðferðir eru nauðsynleg viðfangsefni og mikilvægur þáttur í formlegri læsiskennslu svo læsi nemenda vaxi og dafni í takt við þroska, áhuga og kröfur sem nám gerir til þeirra. Á veggspjaldinu sem fylgir með er lögð áhersla á að útskýra þá hæfni sem einkennir góðan lesara og sjálfsagt er að gera þessa hæfni að umræðuefni á degi læsis svo hægt sé að glöggva sig betur á færninni sem gerir okkur að góðum lesurum.

Læsisráð Menntamálastofnunnar eru einnig góð og handhæg ráð til að örva málþroska barna.

Efni veggspjaldanna tengist framtíðaráherslum í útgefnu efni á vegum Menntamálastofnunar og læsisverkefnisins sem sett var á laggirnar í kjölfar Þjóðarsáttmála um læsi.

 

skrifað 06. SEP. 2018.