1. Forsíða
  2. Hvernig eiga samræmd könnunarpróf í íslensku að vera?

Hvernig eiga samræmd könnunarpróf í íslensku að vera?

Menntamálastofnun býður íslenskukennurum í grunnskólum til samtals um samræmd könnunarpróf í íslensku. Markmið fundarins er að fá sjónarmið starfandi íslenskukennara á prófunum eins og þau eru í dag og hugleiðingar um þróun prófanna. Mikilvægt að þeir kennarar sem best þekkja til taki þátt í þessu samtali.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 13. nóvember, frá kl. 15-17, í húsnæði Menntamálastofnunar að Víkurhvarfi 3 í Kópavogi.

Þeir íslenskukennarar sem hyggjast mæta á fundinn eru beðnir að skrá þátttöku á netfangið [email protected].

skrifað 04. NóV. 2019.