1. Forsíða
  2. Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir í framhaldsskólum 2017

Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir í framhaldsskólum 2017

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram dagana 1. – 28. febrúar 2017. Allar leiðbeiningar varðandi innritunarferlið er að finna í bréfi til nemenda og forráðamanna þeirra sem afhent verða í grunnskólum landsins.Bréfin og leiðbeiningar má einnig finna á menntagatt.is.

Listi yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir er að finna á menntagatt.is en upplýsingar um brautirnar sjálfar er að finna á vefsíðum viðkomandi framhaldsskóla og hjá forsvarsfólki brautanna.

Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir veitir Kristrún Birgisdóttir hjá Menntamálastofnun í síma 514 7500 eða í gegnum tölvupóstinn [email protected]

skrifað 30. JAN. 2017.