1. Forsíða
  2. Innritun í framhaldsskóla fyrir haustið 2017

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustið 2017

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir 6. mars til 10. apríl
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) hefst mánudaginn 6. mars og lýkur mánudaginn 10. apríl. Í grunnskólum sínum fá nemendur afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina sent á lögheimili sitt.
Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. 

Innritun eldri nemenda stendur yfir 3. apríl til 31. maí
Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí. Til að sækja um þarf Íslykil eða rafræn skilríki/auðkenni. 

Lokainnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir 4. maí til 9. júní
Nemendur í 10. bekk hafa frest til miðnættis föstudaginn 9. júní til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólunum til framhaldsskólanna eftir skólaslit.

Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla
Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má fá hjá Menntamálastofnun í síma 514 7500 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].

skrifað 24. FEB. 2017.