1. Forsíða
  2. Innritun í framhaldsskóla lokið

Innritun í framhaldsskóla lokið

Á miðnætti 10. júní var lokað fyrir umsóknir um framhaldsskólavist á haustönn 2021. Alls sóttu 4.438 nemendur um skólavist.

Skólarnir hafa lokið úrvinnslu umsókna og Menntamálastofnun unnið í að finna þeim nemendum skólavist sem ekki fengu inni í þeim skólum sem þeir sóttu um. Nemendur geta skoðað stöðu umsókna sinna í gegnum vefsíðu Menntamálastofnunar.

Samkvæmt nýlegu verklagi hyggst Menntamálastofnun taka saman tölur um nemendasamsetningu í framhaldsskólum á haustönn í október næstkomandi. Þar verður m.a. gerð grein fyrir því hvernig val og innritun greinast niður á mismunandi námsleiðir, s.s. bóknám og starfsnám. Enn fremur hvernig kynjaskipting og aldursdreifing er í framhaldsskólum landsins, svo eitthvað sé nefnt.

skrifað 23. JúN. 2021.