1. Forsíða
  2. Innritun í framhaldsskóla stendur yfir

Innritun í framhaldsskóla stendur yfir

Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla fyrir haustönn 2019 lauk 12. apríl síðastliðinn. Alls bárust umsóknir frá 87% nemenda. 

Flestar umsóknir bárust til Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Taflan hér til hliðar sýnir fjölda umsókna í vali eitt og laus nýnemapláss í þeim skólum sem fengu flestar umsóknir í forinnrituninni.  

Lokainnritun fyrir þá sem eru að útskrifast úr grunnskólum vorið 2019 er dagana 6. maí til 7. júní 2019. Hafi val nemenda sem tóku þátt í forinnritun ekki breyst áður en til lokainnritunar kemur gildir sú umsókn sem þeir settu inn á forinnritunartímabilinu.  

 

skrifað 10. MAí. 2019.