1. Forsíða
  2. Innritun í framhaldsskóla – umsóknartímabili lokið

Innritun í framhaldsskóla – umsóknartímabili lokið

Á miðnætti 10. júní var lokað fyrir umsóknir um framhaldsskólavist á haustönn 2016.  Alls sóttu 4139 nemendur um skólavist. 

Taflan hér að neðan sýnir fjölda umsókna í fyrsta og annað val eftir skólum. Röðun skólanna fer eftir fjölda umsókna sem þeim bárust samanlagt. Flestar umsóknir bárust Kvennaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Sund, Verzlunarskóla Íslands og Tækniskólanum. Eins og sjá má fengu þó aðrir skólar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, mikinn fjölda umsókna og mun fleiri en nemur þeim skólaplássum sem þeir bjóða.

Skólarnir raða umsóknum eftir einkunnum, óháð því hvort nemendur setja þá í fyrsta eða annað val.

Næstu daga vinna skólarnir með umsóknirnar en að því loknu tekur Menntamálastofnun við og finnur þeim nemendum skólavist sem ekki fá inni í skólum sem þeir sóttu um. Stofnunin hefur tíma til 28. júní að klára þetta ferli, þótt vonast sé til að hægt verði að birta niðurstöður fyrr. Þegar þær liggja fyrir, verður sett tilkynning á facebook-síðu innritunar „Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla“. Einnig geta nemendur fylgst með stöðu umsókna sinna á Menntagáttinni.

skrifað 13. JúN. 2016.