1. Forsíða
  2. Innritun lýkur í dag

Innritun lýkur í dag

Við minnum á að innritun nýnema í framhaldsskóla lýkur á miðnætti í dag, föstudaginn 7. júní. Eftir það lokast fyrir umsóknir. 

Þeir sem sóttu um í forinnritun og þurfa ekki að gera breytingar á þeirri umsókn þurfa ekki að staðfesta umsókn sína aftur. 

Nemendur eru hvattir til að ganga frá umsóknum sem allra fyrst þar sem mikið álag er á kerfinu rétt fyrir miðnætti. Það gæti því það farið svo að erfitt verði að breyta umsóknum á þeim tíma.  Eins eru nemendur hvattir til að vanda valið og ganga úr skugga um að þeir uppfylli inntökuskilyrði í þá skóla sem þeir sækja um.  

Komi upp vandamál við skráningu má senda fyrirspurn á tölvupóstfangið [email protected] og á á Facebook-síðuna Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla

Athygli er vakin á að þjónustuver Menntamálastofnunar lokar kl. 15.30. 

 

 

 

skrifað 07. JúN. 2019.