1. Forsíða
  2. Innritun nýnema í framhaldsskóla lokið

Innritun nýnema í framhaldsskóla lokið

Alls sóttu 4077 nemendur um skólavist í framhaldsskóla haustið 2019, eða rúm 95% nemenda sem luku grunnskóla í vor. Umsóknarfrestur var til 7. júní. Líkt og undanfarin ár gafst nemendum kostur á að sækja um tvo skóla. Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Sund og Tækniskólanum bárust flestar umsóknir sem fyrsta val.

Skólarnir raða umsóknum eftir einkunnum og alls fengu 165 nemendur ekki skólavist í þeim skólum sem þeir höfðu óskað eftir í fyrsta eða annað val, eða rúm 4% allra umsækjenda. Frá því umsóknarfresti lauk hefur Menntamálastofnun unnið að því að finna þeim nemendum skólavist í þriðja skóla og hefur sú vinna gengið vel.

Þessi tafla sýnir fjölda umsókna í fyrsta og öðru vali eftir skólum, raðað eftir fjölda umsókna sem skólunum bárust samanlagt. Til samanburðar er hér einnig að finna sambærilega töflu fyrir umsóknir vegna haustannar 2018.

skrifað 20. JúN. 2019.