1. Forsíða
  2. Íslensku menntaverðlaunin hafa verið endurvakin

Íslensku menntaverðlaunin hafa verið endurvakin

Forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra munu veita Íslensku menntaverðlaunin í nóvember næstkomandi. 

Verðlaunin ná til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, starfsemi listaskóla og frístunda- og æskulýðsstarfs. Markmið verðalaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs. 

Öllum er frjálst að senda inn tilnefningu og eru viðurkenningarflokkarnir þrír:

  • Framúrskarandi skólastarf og menntaumbætur
  • Framúrskarandi kennari
  • Framúrskarandi þróunarverkefni

Þá verða sérstök hvatningarverðlaun veitt til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja hafa skarað fram úr. 

Gerður Kristný er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og nánari upplýsingar um viðurkenningarráð, tilnefningarform og aðra þætti verðlaunanna er að finna á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun

Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 1. júní 2020. 

Að baki Íslensku menntaverðlaunum standa: Menntavísindasvið HÍ, Listaháskóli Íslands, Miðstöð skólaþróunar HA, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Menntamálastofnun, Félag um menntarannsóknir, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skóla- og frístundasvið, Grunnur - félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa og Samtök áhugafólks um skólaþróun.

skrifað 04. MAR. 2020.