1. Forsíða
  2. Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt

Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt

Skráningar vegna næstu íslenskuprófa fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt hefjast 10. mars og standa til 23. apríl. Athugið að ekki er hægt að skrá sig utan skráningartímabils. Mímir – símenntun hefur umsjón með skráningu og gefur upplýsingar um íslenskuprófið. Prófgjald er 35.000kr og óendurgreiðanlegt eftir skráningu. Niðurstöður verða sendar rafrænt á netfang sem skráð er við skráningu.

Skráning í prófið er rafræn – skráning.

Prófin verða haldin sem hér segir:

Akureyri 12. maí 2023 kl. 13:00.

Egilsstaðir 12. maí 2023 kl. 13:00.

Ísafjörður 12. maí 2023 kl. 13:00.

Reykjavík frá 15. maí 2023 kl. 09:00 og 13:00.

skrifað 01. FEB. 2023.