1. Forsíða
  2. Janúarfyrirlögn lesfimiprófa gengur vel

Janúarfyrirlögn lesfimiprófa gengur vel

Nú er fyrirlagnartímabil lesfimiprófa Lesferils hálfnað og margir skólar þegar búnir að skrá niðurstöður í Skólagátt. Miðað við sama tímabil á síðasta skólaári hafa fleiri nemendur tekið prófin nú. Hæsta skráningarhlutfallið, 34% nemenda, er í fjórða bekk.  

Eins og áður hefur komið fram eru lesfimiprófin valfrjáls möguleiki fyrir kennara en mælt er með notkun þeirra til að efla skólastarf. Prófin eru fyrst og fremst hugsuð sem verkfæri fyrir viðkomandi skóla og kennara til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Niðurstöður prófanna gera öllum í skólasamfélaginu kleift að leggja mat á árangur og auðvelda endurskoðun markmiða í kjölfarið.

Leiðbeiningar varðandi Lesferil má nálgast hér og um Skólagátt hér og bendum við sérstaklega á leiðbeiningar með mælaborðinu. Nú birtast niðurstöður á landsvísu jafnóðum og prófin eru lögð fyrir og þannig er að hægt að fylgjast með hversu margir hafa tekið prófin og hvernig meðaltölum er háttað eftir árgöngum. Þegar fyrirlögn lýkur kemur út skýrsla með niðurstöðum líkt og eftir septemberfyrirlögnina.

Matsrammi fyrir lestrarlag er nú einnig aðgengilegur. Rammann er gott að nota á fyrirlagnartímabilum lesfimiprófanna en hann er notaður á aldurssamsvarandi texta en ekki lesfimiprófin sjálf. Einnig er tilvalið að nota hann oftar og senda hann heim með nemendum líka svo foreldrar sjái hverju stefnt er að. Matsrammanum fylgja leiðbeiningar fyrir kennara, nemendur og foreldra.

Minnt er á að opið er fyrir innskráningu niðurstaðna lesfimiprófa til miðnættis 31. janúar.

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á [email protected]     

skrifað 15. JAN. 2018.