1. Forsíða
  2. Jóla, jóla, jóla …

Jóla, jóla, jóla …

Læsisvefurinn er nú kominn í jólabúning og af því tilefni minnum við á jólasveinalesturinn þar sem Kertasníkir stingur upp á 26 hugmyndum til að njóta bókalestrar um jólin.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að öll fjölskyldan taki þátt og klippi út og lími einn jólasvein fyrir hvert skipti sem hún gefur sér smástund til að njóta lestrar saman.

Þegar sveinarnir eru svo allir mættir, útklipptir og fínir á sömu síðuna, er hægt að fagna áfanganum sérstaklega og gera eitthvað annað skemmtilegt saman!

skrifað 01. DES. 2020.