1. Forsíða
  2. Jóladagatal á 24 tungumálum

Jóladagatal á 24 tungumálum

Á hverjum degi í desember fáið þið jólakveðju á nýju tungumáli! Dagatalið er tilvalin leið til að vekja athygli á tungumálum og hversu mikil auðlind það er að kunna fleiri en eitt tungumál. Gaman er að kynna brot af þeim 7000 tungumálum sem til eru á þennan hátt og opna þannig „glugga“ að heiminum. Hægt er að bera saman tungumálin, skoða hvar þau eru töluð og skreyta veggi skólans með jólakveðjum. Fleiri hugmyndir um notkun dagatalsins í skólastarfi má finna í leiðbeiningum sem fylgja dagatalinu.

Heimsins jól – fjöltyngt jóladagatal er á vegum Samtakanna Móðurmáls og birtist í samstarfi við íslensku UNESCO nefndina, Vigdísarstofnun, Reykjavíkurborg, Miðju máls og læsis, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla. Hönnuður og höfundur er Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og menningarmiðlari.

Jóladagatalið má finna hér

 

skrifað 30. NóV. 2023.