1. Forsíða
  2. Jólasveinalestur 2019

Jólasveinalestur 2019

Jólasveinalesturinn er mættur aftur en með breyttu sniði þetta árið. Nú verður lögð áhersla á að lesa til að njóta í skammdeginu en Kertasníkir er með 26 tillögur varðandi hvernig það er gert. Jólasveinalesturinn er uppskrift að skemmtilegum fjölskyldustundum og eru ungir og aldnir hvattir til að taka þátt. Það er bara ein regla: Lesum til að njóta!

Jólasveinalesturinn er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Heimilis og skóla, Félags fagfólks á skólasöfnum og Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna.

Þú finnur gögnin um Jólasveinalesturinn 2019 hér og mundu að velja prentun á annarri hlið en ekki báðum megin svo hægt sé að klippa jólasveinana út!

skrifað 29. NóV. 2019.