1. Forsíða
  2. Jólasveinalestur hefst að nýju

Jólasveinalestur hefst að nýju

Það er mikilvægt að börn viðhaldi lestrarfærni sinni í fríum og jólafríið er engin undantekning. Það getur verið notalegt í skammdeginu að kúra yfir góðri bók en það er mörg afþreyingin í boði sem keppir um athygli barna. Þá getur verið gott að fá skemmtilegt verkefni í hendurnar sem hvetur þau áfram við lesturinn.

Jólasveinalestur er skemmtilegt verkefni fyrir börn í 1. – 7. bekk en markmið þess er að stuðla að yndislestri í jólafríinu ásamt því að hafa áhrif á lestrarmenningu almennt.

Hægt er að nálgast efnið og leiðbeiningar inni á vef KrakkaRÚV

Verkefnið er samstarf Menntamálastofnunar við FFÁS - Félag fagfólks á skólasöfnum, SFA - Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Heimili og skóla – landssamtaka foreldra og KrakkaRÚV.

skrifað 28. NóV. 2018.