1. Forsíða
  2. Kennarar leita í önnur störf

Kennarar leita í önnur störf

Greina má áhrif þrenginga á atvinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins í umsóknum til undanþágunefndar grunnskóla. Þá fækkaði umsóknum til nefndarinnar og fleiri kennarar með kennsluréttindi sóttu um kennslustöður í grunnskólum. Með batnandi ástandi á vinnumarkaði hefur umsóknum fjölgað aftur og þykir sýnt að kennarar leita nú aftur í önnur störf. Þetta má sjá í samantekt á umsóknafjölda nefndarinnar á árunum 2000 - 2016. 

skrifað 27. OKT. 2016.