1. Forsíða
  2. Kennsluleiðbeiningar fyrir Kóðinn 1.0 - forritunarleik fyrir krakka

Kennsluleiðbeiningar fyrir Kóðinn 1.0 - forritunarleik fyrir krakka

Kennsluleiðbeiningar fyrir Kóðinn 1.0 verkefnið eru nú aðgengilegar á vef Menntamálastofnunar. Eru þær ætlaðar kennurum og öðrum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verkefni í tengslum við micro:bit tölvurnar.

Einnig er unnið í því að setja inn útskýringar á því hvað allar blokkirnar gera í forritunarritlinum sem hægt er að nálgast á síðu KrakkaRÚV. Þá verður vísað í verkefni þar sem blokkirnar eru notaðar.

Facebook-síða tengd Kóðað til góðs hluta verkefnisins er komin í gagnið  og horfa má á upptöku frá kynningu sem sérfræðingar á vegum Microsoft héldu fyrir kennara og sérfræðinga. Auk þess var fjallað um verkefnið í kvöldfréttum RÚV sunnudaginn 27. nóvember.

 

skrifað 29. NóV. 2016.