1. Forsíða
  2. Keppni um að botna vísur

Keppni um að botna vísur

Vísnakeppni Menntamálastofnunar stendur nú yfir og í ár er hún haldin í samstarfi við KrakkaRÚV. Á degi íslenskrar tungu var fjallað um keppnina í Krakkafréttum.

Í keppninni spreyta nemendur sig á því að botna fyrriparta sem að þessu sinni eru eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Úrslitin verða kunngjörð í byrjun nýs árs og verður þá vakin athygli á vinningsvísum og höfundum þeirra.

Samstarfið við KrakkaRúv hefur verið ánægjulegt og rætt hefur verið um frekara samstarf um verkefni sem eru til þess fallin að efla jákvæð viðhorf til lesturs og lestrariðkunar í samfélaginu öllu.

skrifað 17. NóV. 2016.