Kjalnesinga saga er þriðja bókin í flokki Íslendingasagna sem Menntamálastofnun gefur út. ![]()
Sagan gerist undir Esjurótum og næsta nágrenni. Hún segir frá lífi Búa, átökum heiðinna og kristinna, göldrum, ástum og vígum manna. Bókin er einkum ætluð unglingastigi. Kennsluleiðbeiningar verða á vef Menntamálastofnunar.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur gert textann aðgengilegan og skrifað jafnframt verkefni og orðskýringar. Myndskreytir er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson.
