1. Forsíða
  2. Komu heim með margar hugmyndir í farteskinu

Komu heim með margar hugmyndir í farteskinu

Fyrir skömmu brá læsisteymi Menntamálastofnunar sér af bæ og heimsótti Lesesenteret (Læsismiðstöðina) sem er staðsett við háskólann í Stavanger, Noregi. 

Lesesenteret hefur verið í forsvari fyrir stórt læsisverkefni sem þeir hafa kallað Språkløyper eða Málspor en verkefnið hefur miðað að því að aðstoða kennara á öllum skólastigum að verða betri læsiskennarar. Verkefnið er á lokametrunum en það mun skilja eftir sig mikið magn af efni á heimasíðu sem skólar geta haldið áfram að nýta sér til að bæta læsi norskra barna. 

Læsisteymið fékk jafnframt kynningu á öðrum verkefnum og rannsóknum sem verið er að vinna í tengslum við læsi og starfsþróun kennara á sviði læsis og kom heim með margar hugmyndir í farteskinu. Norðmenn eru höfðingjar heim að sækja er vonast til að hægt verði að gjalda heimsóknina í sömu mynt.

skrifað 21. NóV. 2018.