1. Forsíða
  2. Krakkar sjá sögurnar lifna við

Krakkar sjá sögurnar lifna við

Nú er tækifæri fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára að sjá sögurnar sínar lifna við. Hægt er að taka þátt með því að senda inn sögur á vef KrakkaRÚV, hvort sem það eru smásögur, lag og texti, stuttmyndahandrit eða leikrit. Hver veit nema draumar geti ræst!

Hér er kynningarmyndband um Sögur 2019-20

Sögur er samstarf Menntamálastofnunar, KrakkaRÚV og fleiri stofnana. Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og um leið að upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.

 

skrifað 25. SEP. 2019.