1. Forsíða
  2. Kyn, kynlíf og allt hitt | Nýtt námsefni í kynfræðslu

Kyn, kynlíf og allt hitt | Nýtt námsefni í kynfræðslu

Kyn, kynlíf og allt hitt er kynfræðslubók fyrir börn á aldrinum 7– 10 ára. Hún tekur til barna og fjölskyldna af öllum gerðum, kynjum og kynhneigðum þannig að öll börn og allar fjölskyldur ættu að geta speglað sig í bókinni. Bókin er á myndasöguformi þar sem fylgst er með fjórum börnum fræðast um kyn og kynlíf með virðingu, traust, ánægju og réttlæti að leiðarljósi. 

Bókin er mikilvægur leiðarvísir um líkama, kyn og kynverund fyrir börn. Hún veitir nauðsynlegan grunn í kynfræðslu og býður þar að auki upp á samræður milli nemenda og kennara og gerir öllum kleift að koma á framfæri skoðunum sínum og upplifunum um leið og frætt er um virðingu, mörk, öryggi og ánægju. 

Kennsluleiðbeiningar eru væntanlegar en höfundur þeirra er Hilja Guðmundsdóttir. 

Bókin verður fyrst um sinn rafræn en áætlað er að prenta hana í sumar.  Allar góðar ábendingar eru vel þegnar ef þið sjáið eitthvað sem betur má fara. 

Upplýsingar sendist til  [email protected]

skrifað 23. MAí. 2023.