1. Forsíða
  2. Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans

Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans

Ráðstefnan er haldin í tengslum við átakið Sjúk ást og er sérstaklega sniðin að starfsfólki sem er í forsvari fyrir forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi ungmenna í grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan fer fram föstudaginn 10. mars á milli klukkan 10 og 15 á Berjaya Reykjavík Natura Hótel. Einnig er boðið er upp á þátttöku í gegnum streymi.

Öll sem hafa áhuga á því að dýpka þekkingu sína og taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi eru velkomin.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við forsætisráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

  • Hér er hægt að skrá sig.
  • Hér er hægt að lesa meira um viðburðinn.
  • Hér er hægt að kynna sér dagskránna.
skrifað 16. FEB. 2023.