Þú ert hér

Kynningarfundir um breytingar á lager og kvóta námsbóka

Menntamálastofnun stendur fyrir kynningarfundum í apríl og maí. Þar mun flutningur á lager námsbóka frá Menntamálastofnun til A4 vera kynntur fyrir skólastjórnendum, kennurum og fræðslustjórum, sem og afnám kvóta á námsefni og breyttar áherslur á pöntunarfyrirkomulagi.

Erling R. Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs mun sjá um kynninguna. Áætlað er að fundurinn taki klukkutíma og gefst tækifæri til fyrirspurna í lokin. Fundirnir eru öllum opnir.

Dagskrá kynningarfunda má sjá hér fyrir neðan með fyrirvara um breytingar á dagsetningum og fundartímum. 

Dagsetning tími fundarstaður bæjarfélag
25. apríl 14:30 Grunnskólinn á Ísafirði Ísafjörður
27. apríl 14:00 Íþróttaakademían, Krossmóum Reykjanesbær
3. maí 14:00 Vallaskóli Selfoss
4. maí 14:00 Hjálmaklettur Borgarnes
8. maí  15:00 Brekkuskóli Akureyri
9. maí 14:00 Egilsstaðaskóli Egilsstaðir
10. maí 15:00 Nýheimar Höfn
11. maí 14:00 Borgartúni 12 - 14 Reykjavík
12. maí 13:00  Hamarsskóli Vestmannaeyjar
15. maí 15:00 Árbæjarskóli Reykjavík
16. maí 14:30 Salaskóli Kópavogur
17. maí  15:00 Grunnskóli Snæfellsbæjar í Ólafsvík Snæfellsbær

 

skrifað 19. APR. 2017.