1. Forsíða
  2. Kynningarfundur - greining niðurstaðna úr PISA 2015

Kynningarfundur - greining niðurstaðna úr PISA 2015

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun boða til kynningarfundar um niðurstöður PISA 2015, miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 14.30-17.30, í Bratta í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn hér á landi en þar munu sérfræðingar greina ítarlega frá niðurstöðum og kynna tillögur að mögulegum úrbótum.

Menntamálastofnun sá um framkvæmd PISA rannsóknarinnar sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk vorið 2015. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs og Menntamálastofnunar um greiningu gagnanna og túlkun niðurstaðanna en fyrr á árinu undirrituðu forsvarsmenn stofnana viljayfirlýsingu um samstarf.

PISA er lagt fyrir í 72 löndum um heim allan. Könnuð er frammistaða nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi og að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á náttúrulæsi. Könnunin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Þetta er í sjötta sinn sem niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar.

Fundurinn er öllum opinn.

Dagskrá fundarins 

skrifað 06. DES. 2016.