1. Forsíða
  2. Læsi í krafti foreldra

Læsi í krafti foreldra

Læsi er undirstaða alls náms og foreldrar eru mikilvægir þátttakendur í læsisuppeldi barna sinna. Menntamálastofnun hefur lagt áherslu á foreldra við vitundarvakningu á mikilvægi læsisuppeldisins í vetur og hefur nú gefið út myndbandið Læsi í krafti foreldra. Þar má finna skilaboð til foreldra og verður myndbandið textað á ensku og pólsku.

Myndbandið er meðal annars hugsað sem tæki fyrir skóla til að sýna á foreldrafundum og/eða í foreldraviðtölum.

Þá hafa verið unnin 13 örmyndbönd upp úr langa myndbandinu ásamt 13 myndum með skilaboðum á íslensku, ensku og pólsku. Herferðin stendur fram á sumar.

Efnið má finna á lesummeira.is

skrifað 19. DES. 2018.