1. Forsíða
  2. Læsi í leikskóla - fræðsluerindi í Reykjavík

Læsi í leikskóla - fræðsluerindi í Reykjavík

Fræðsluerindið „Læsi í leikskóla“ fyrir leikskólakennara sem og annað starfsfólk  í leikskólum Reykjavíkurborgar haustið 2016

Fræðsluerindið er á vegum matssviðs Menntamálastofnunar í samvinnu við Miðju máls og læsis og er ætlað  leikskólakennurum, deildarstjórum og öðru starfsfólki leikskóla.

Tilgangur og meginmarkmið þess er að fræða um grunnþætti læsis í leikskóla og málörvun í daglegu starfi. Einnig mikilvægi samstarfs og gerð læsisstefnu.

Staðsetning funda er hér að neðan en gert er ráð fyrir að erindi og fyrirspurnir rúmist innan fundartíma.

Dagsetning tími fundarstaður
11. október Kl. 13:00 - 14:30 Selásskóli
12. október Kl. 9:00 - 10:30 Frístundamiðstöð Ársel
25. október Kl. 14:15 - 15:45 Ingunnarskóli
26. október Kl. 9:00 - 10:30 Frístundamiðstöðin Miðbergi
1. nóvember Kl. 13:30 - 15:00 Breiðagerðisskóli
2. nóvember Kl. 9:00 - 10:30 Frístundamiðstöðin Kringlumýri
9. nóvember Kl. 14:00 - 15:30 Hagaskóli
22. nóvember Kl. 13:00 - 14:30  Hamraskóli
25. nóvember Kl. 13:15 - 14:45 Klébergsskóli
5. desember Kl. 13:00 - 14:30  Háteigsskóli

Allir fundarstaðir verða opnir, þannig að hver og einn leikskólastjóri velur þann fundarstað sem hentar viðkomandi leikskóla hverju sinni.

Mikilvægt er að leikskólastjórnendur upplýsi sitt starfsfólk um fundartíma og fundarstað.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir er varða erindið á [email protected] eða [email protected]

Með þökkum fyrir gott samstarf við skipulagningu kynningarfunda.

 

 

skrifað 07. OKT. 2016.