1. Forsíða
  2. Læsi - skilningur og lestraránægja

Læsi - skilningur og lestraránægja

Katrín Frímannsdóttir, matsfræðingur, lektor og deildarstjóri matssviðs í Mayo Clinic College of Medicine.
Katrín Frímannsdóttir, matsfræðingur, lektor og deildarstjóri matssviðs í Mayo Clinic College of Medicine.

Fjölmennasta læsisráðstefna sem haldin hefur verið síðustu ár fer fram á Akureyri laugadaginn 17. september og ber heitið Læsi, skilningur og lestraránægja. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar ráðstefnuna sem hefst klukkan 9.30 í Háskólanum á Akureyri.

Í Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis er fjallað um nauðsyn þess að huga sérstaklega að því hvernig bæta megi lesskilning og fækka þeim sem "ekki geta lesið sér til gagns". Þetta verður meginstef ráðstefnunnar þar sem áhersla verður lögð á mikilvægi læsisskilnings og lestraránægju barna og unglinga á Íslandi í dag.

Á meðal aðalfyrirlesara eru Stephanie Gottwald, frá Miðstöð rannsókna um lestur og mál við Tufts háskóla, Boston og Katrín Frímannsdóttir matsfræðingur, lektor og deildarstjóri matssviðs í Mayo Clinic College of Medicine í Bandaríkjunum. Gottwald kom að úrbótum læsismála í Ontario fylki í Kanada með góðum árangri og Katrín var leiðandi í stofnun matssviðs Mayo Clinic College of Medicine og nýtingu mats og gagna til umbóta. 

Ráðstefnan er á vegum Menntamálastofnunar og Miðstöðvar skólaþróunar HA og skráning fer fram á heimasíðu Miðstöðvar skólaþróunar HA.

 

skrifað 15. SEP. 2016.