1. Forsíða
  2. Læsisráðin á ensku og pólsku

Læsisráðin á ensku og pólsku

Læsisráðin, sem bera heitið Lengi býr að fyrstu gerð eru góð og handhæg ráð sem hægt er að grípa í til að styðja við málþroska barna. Þau eru ætluð bæði fyrir kennara og foreldra.

Leikskólastigið er mikilvægt í læsisferlinu því þar er lagður mikilvægur grunnur í undirstöðuþáttum læsis. Þar vegur málþroskinn þyngst og því nauðsynlegt að hlúa vel að honum á þeim mikla grósku- og framfaratíma sem leikskólaaldurinn er.

Ensk útgáfa

Pólsk útgáfa

 

skrifað 23. JAN. 2018.