1. Forsíða
  2. Langar þig að skrifa?

Langar þig að skrifa?

Langar þig að skrifa en veist ekki hvernig þú átt að koma þér af stað?

Menntamálastofnun hefur í samstarfi við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Davíð Hörgdal Stefánsson framleitt sjö fræðslu- og hvatningarmyndbönd um skapandi skrif.

Myndböndin henta kennurum, nemendum, foreldrum og öðrum sem hafa sögu að segja og vilja koma henni frá sér. Tilvalið er að nýta myndböndin í skólastarfi en þau eru hluti af Ritunarvef Menntamálastofnunar.

Verkefnið er liður í Þjóðarsáttmála um læsi. Frá árinu 2016 hefur Menntamálastofnun átt í góðu samstarfi við rithöfundana; Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, Davíð Hörgdal Stefánsson, Gunnar Helgason og Þorgrím Þráinsson um námskeið í skapandi skrifum í grunnskólum víðsvegar um landið.

skrifað 02. OKT. 2019.