1. Forsíða
  2. Láttu mig vera! Áhyggjupúkar | Nýtt námsefni

Láttu mig vera! Áhyggjupúkar | Nýtt námsefni

Bókin Láttu mig vera! Áhyggjupúkar fjallar um hvernig áhyggjur geta hlaðist á börn og valdið þeim kvíða. Stormur hefur áhyggjur af ýmsu og eru áhyggjurnar persónugerðar sem púkar.

Þá er gott að geta leitað til einhvers sem kann ráð til að losa sig við eða minnka áhyggjurnar. Áhyggjur og kvíði eru eðlilegar tilfinningar sem allir finna fyrir en jafnframt þarf að finna heilbrigða leið til að takast á við þær.

Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við og vinna með áhyggjur og kvíða. Einnig er tilvalið að senda bókina heim með nemendum og hvetja foreldra, ömmur, afa eða aðra fullorðna til þess að lesa með barninu og ræða innihald hennar. Aftast í bókinni eru kennsluleiðbeiningar og verkefni.

skrifað 18. OKT. 2021.