1. Forsíða
  2. Lesið í skóginn | Nýtt námsefni

Lesið í skóginn | Nýtt námsefni

Í dag, á degi íslenskrar náttúru, endurútgefa Menntamálastofnun og Skógræktin námsefnið Lesið í skóginn.

Lesið í skóginn er verkefnabanki eftir kennara og skógfræðinga með þverfaglegum verkefnum þar sem ýmis greinarsvið eru fléttuð saman í útiverkefnum. Verkefnin eru ætluð fyrir alla aldurshópa.

Verkefnin miða að því að tengja nemendur við skóginn og náttúruna og sjá notagildi skógarins og fegurð í margvíslegri vinnu í skógi og með afurðir sem vinna má í skógi.

Í verkefnabankanum er tilgreint hvaða efni og áhöld er unnið með og hvaða markmið er ætlast til að nemendur hafi uppfyllt í lok verkefna. Þá er tilgreint á hverju verkefnablaði hvaða fögum verkefnin tilheyra og fyrir hvaða aldursstig þau eru ætluð.

Ólafur Oddsson hjá Skógræktinni er verkefnastjóri og má finna kynningu hans á efninu hér.

Kennsluleiðbeiningar með frekari leiðbeiningum um námsefnið og grenndarskóga eru væntanlegar.

skrifað 16. SEP. 2020.