Fjöldi þeirra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eru með góða lestrargetu tvöfaldast og fjöldi nemenda sem þarf að efla lestrargetu sína minnkar um 50 prósent. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Um ræðir niðurstöður mælinga á lestrargetu um 2.200 nemenda í 5. – 10 .bekkjum í grunnskólum í bæjarins á síðasta ári. Mælingarnar eru hluti af verkefninu Lestur er lífsins leikur sem hefur það markmið að auka lestrarhæfni nemenda, bæði lestrarhraða og lesskilning, sem endurspeglar þá getu þeirra í lestri á hverjum tíma.