1. Forsíða
  2. Lestur er lykill að ævintýrum

Lestur er lykill að ævintýrum

Menntamálastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum þann 18. nóvember við Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Ráðstefnunni er ætlað að skapa vettvang fyrir sérfræðinga og fræðimenn til að kynna verkefni er lúta að læsi á leik- og grunnskólastigi.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða R. Malatesha Joshi, doktor í lestrar- og móðurmálskennslu við Texas-háskóla í Austin, Rannveig Oddsdóttir, sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Jenný Gunnbjörnsdóttir, aðjúnkt við Háskólann við Háskólann á Akureyri. 

Auk aðalfyrirlestra verða á dagskrá tólf málstofur þar sem m.a. verður greint frá læsi í leikskólum, samstarfi við foreldra, mikilvægi orðaforða, viðhorfi barna til lestrar og ýmsum árangursríkum aðferðum í námi og kennslu.

Setning ráðstefnunnar er í höndum Hr. Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Ráðstefnustjóri verður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.

Dagskrá

08:30 Ráðstefnugögn afhent

09:00 Setning ráðstefnu – Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

09:15 Aðalerindi – Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention – R. Malatesha Joshi

10:15 Kaffi

10:30 Málstofur

12:00 Matur

12:50 Aðalerindi – Samræður til náms – Jenný Gunnbjörnsdóttir

13:20 Aðalerindi – Læsisstefna í lærdómssamfélagi – Rannveig Oddsdóttir

14:00 Málstofur

15:30 Ráðstefnuslit

Skráning fer fram á vef Menntavísindastofnunar.

Ráðstefnugjald er 12.500 kr. og er matur innifalinn í verði.

Ágrip ráðstefnunnar má nálgast hér

skrifað 18. OKT. 2017.