1. Forsíða
  2. Lesum með börnunum okkar

Lesum með börnunum okkar

Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. Afturför í lestrarfærni getur numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri.

Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur sem þið getið notað til að hjálpa barninu af stað í sumarlestrinum. 

1. Lesið ljóðabók – semjið ljóð 

Virkjaðu sköpunarkraft barnsins til að semja ljóð og lesa það svo upp. 

2. Lestur í gegnum Facetime 

Eigið þið fjölskyldu í öðru bæjarfélagi eða í útlöndum? Lesið fyrir hana á Skype eða Facetime. 

3. Lesið um útlönd 

Eru þið að fara til útlanda í sumar? Lesið bók um landið sem þið ferðist til. Lesið landakort.

4. Lesið bækur um köngulær 

Lesið bækur um skordýr eða köngulær. Veltið við steini, þar liggur kannski skordýr í leyni. 

5. Skrifið sögur við myndir 

Búið til myndabók um sumarfríið ykkar. Takið myndir í fríinu og skrifið sögur við myndirnar. 

6. Syngjum saman bók! 

Syngið öll orðin í heilli bók. 

7. Lestu bók um uppáhalds dýrið ykkar 

Er það hundur eða köttur? Hani, krummi, hundur, svín?

Sæktu dagatal á íslenskuenglish eða polski.

 
skrifað 28. JúN. 2019.