1. Forsíða
  2. Létt stemning á útgáfudegi Menntamálastofnunar

Létt stemning á útgáfudegi Menntamálastofnunar

Útgáfudagur Menntamálastofnunar var haldinn síðasta vetrardag, þann 18. apríl. Ánægjulegt var að sjá hve margir sáu sér fært að mæta en hátt í hundrað gestir litu við.

Erling R. Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs, bauð gesti velkomna og skólakór Kársnesskóla tók nokkur lög og gaf forsmekkinn að sumri.

Kennarar, rithöfundar, myndskreytar og aðrir áhugasamir um námsefnisútgáfu skoðuðu nýútkomið efni og spjölluðu við ritstjóra og annað starfsfólk stofnunarinnar.

Menntamálastofnun mun héðan í frá hafa tvo útgáfudaga á ári, einn að vori og annan að hausti.

          

          

          

          

          

          

 

          

skrifað 20. APR. 2018.